Fái frítt í sund gegn gjaldi

Færa má veigamikil rök fyrir því í ljósi heimsfaraldurs og mikils atvinnuleysis á svæðinu að æskilegt sé að bjóða atvinnuleitendum í Reykjanesbæ frítt í sund tímabundið.
Þetta er mat íþrótta- og tómstundaráðs sem leggur til að tímabilið frá 15. maí til 1. ágúst verði í boði, svo fremi sem samkomutakmarkanir hindri ekki framkvæmdina. Áætlaður kostnaður er 250.000 kr. og rúmast innan fjárheimilda íþrótta- og tómstundaráðs.
Um verður að ræða samstarf við Vinnumálastofnun og hefur íþrótta- og tómstundafulltrúi átt fund með forstöðumanni stofnunarinnar. Atvinnuleitendur munu geta nálgast staðfestingarblað þar og framvísað í vatnaveröld og þurfa að greiða 1.000 kr. og fá frítt frá 15. maí til 1. ágúst næstkomandi.