Fjórir yfir fjórum á rúmum klukkutíma
Fjórir jarðskjálftar hafa mælst yfir 4 að stærð í hrinunni sem nú gengur yfir við Fagradalsfjall.
Stærsti skjálftinn mældist 4,6 að stærð en hann varð klukkan 8:21 og fannst viða, samkvæmt vef Veðurstofunnar.
Alls hafa yfir 1500 skjálftar mælst síðasta sólahringinn og búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga og er fólki ráðlagt frá því að ferðast um á svæðinu þar sem auknar líkur eru á grjóthruni. Þá munu Almannavarnir funda með vísindamönnum Veðurstofunnar og Háskóla Íslands um stöðuna.