Nýjast á Local Suðurnes

Veikindi flugumferðarstjóra hafa kostað flugfélög á annan milljarð króna

Rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, Isavia, telur að aukakostnaður alþjóðlegra flugfélaga vegna yfirvinnubanns og veikinda flugumferðarstjóra sé vel á annan milljarð króna, aukakostnaðurinn er tilkominn vegna meiri brennslu eldsneyt­is, þar sem vél­um sem ætla að fara syðst um svæðið er beint suður fyr­ir, inn í það skoska.

Kostnaður­inn staf­ar af því að vél­arn­ar þurfa að fara óhag­kvæm­ari flug­leiðir, að sögn Guðna Sig­urðsson­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via, í umfjöllum Morgunblaðsins um málið. Þegar flug­um­ferðar­stjóri í flug­stjórn­ar­miðstöðinni veikist þarf að draga úr um­ferð um ís­lenska flug­stjórn­ar­svæðið.

Guðni segir aðgerðirn­ar ekki bitna mikið fjár­hags­lega á Isa­via. „Isa­via verður fyr­ir álits­hnekki hjá alþjóðlegu flug­fé­lög­un­um. Þau fá verri þjón­ustu.“