Nýjast á Local Suðurnes

Sveindís Jane skaut Keflavík í úrslitin – Öruggt hjá Grindavík

Keflavík og Grindavík eru komin í úrslit um laus sæti í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Keflvíkingar lögðu Tindastól örugglega að velli á Sauðárkróki, 3-0 og skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir tvö fyrstu mörk Keflvíkinga og Amber Pennybaker það þriðja. Keflavíkur unnu fyrri leikinn 3-2 og því samanlagt 6-2.

Grindavíkurstúlkur eru einnig komnar áfram, en þær lögðu Víkinga frá Ólafsvík að velli í Grindavík í kvöld, með fjórum mörkum gegn engu. Fyrri leikur liðanna fór einnig 4-0 fyrir Grindvíkingum, þannig að þær unnu samanlagt 8-0. Lauren Brennan skoraði tvö mörk fyrir  Grindavík og þær Marjani Hing-Glover og Helga Guðrún Kristinsdóttir sitt markið hvor.