Nýjast á Local Suðurnes

KR-ingar fóru illa með Keflvíkinga í Lengjubikarnum

KR-ingar fóru illa með Keflvíkinga í undanúrslitaleik liðanna í Lengjubikarnum, sem fram fór í Egilshöll í gær. Sigur KR var öruggur, 4-0.

Danski framherjinn Morten Beck Andersen setti tvö mörk á lokamínútum fyrri hálfleiks og lagði grunninn að sigri KR-inga.

Hólmbert Aron Friðjónsson gerði svo endanlega út um leikinn á 72.mínútu þegar hann kom KR-ingum í 3-0 og í uppbótartíma innsiglaði Indriði Sigurðsson sigurinn. Lokatölur eins og áður segir, 4-0 fyrir KR.