Nýjast á Local Suðurnes

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Garðvegi

Bíll valt á Garðvegi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Að sögn lögreglu varð óhappið með þeim hætti að bifreiðin lenti í lausamöl og þegar ökumaður reyndi að koma henni upp á veginn aftur valt hún. Hún var óökufær eftir óhappið.