Nýjast á Local Suðurnes

Auðlindagarður HS Orku hlaut umhverfisverðlaun

HS Orka hlaut um­hverf­is­verðlaun­in Energy Globe Aw­ard á Alþjóðlega um­hverf­is­deg­in­um í gær.

Verðlaun­in eru veitt þeim fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem hafa skarað fram úr í um­hverf­is­mál­um. Í ár voru 178 verk­efni val­in víðs veg­ar að úr heim­in­um og var Auðlindag­arður­inn val­inn besta ís­lenska verk­efnið, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

„Við erum hrærð yfir þess­um verðlaun­um og þeirri viður­kenn­ingu sem Auðlindag­arður­inn er að fá á alþjóðavísu. Hug­mynda­fræðin að baki Auðlindag­arðinum er ein­föld, það er að segja að það er ekk­ert sem heit­ir sóun. All­ir straum­ar sem falla til við orku­vinnslu hjá okk­ur eru nýtt­ir af fyr­ir­tækj­um í Auðlindag­arðinum, sem eru sjö í dag og fer fjölg­andi,“ seg­ir Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri HS Orku, í til­kynn­ing­unni.

„Al­bert Al­berts­son er hug­mynda­smiður­inn að baki Auðlindag­arðinum og okk­ar lærifaðir. Al­bert hef­ur alltaf bent okk­ur á að fjölþætt nýt­ing auðlinda sé ein­fald­lega heil­brigð skyn­semi.“

Í haust kem­ur í ljós hvaða fyr­ir­tæki hlýt­ur Energy Globe-verðlaun­in á heimsvísu.