Nýjast á Local Suðurnes

Fá ekki að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir kísilverslóð

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Stakksberg ehf., rekstraraðili Kísilvers í Helguvík óskaði eftir heimild umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar til að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Stakksberg 9.

Að mati umhverfis- og skipulagsráðs er ekki tímabært að skoða mögulegar deiliskipulagsbreytingar í Helguvík fyrr en að nýju umhverfismati er lokið og ný og leiðrétt umhverfiskýrsla liggur fyrir. Tvískipting deiliskipulagsferlisins flækir málsmeðferð og eykur ekki á gagnsæi í kynningarferli. Umhverfis- og skipulagsráð hafnar því að auglýsa tillöguna.