Nýjast á Local Suðurnes

Ísak Ernir dæmir í Las Vegas – NBA aldrei áður boðið íslenskum dómara þátttöku

Ísak Ernir hefur verið einn af talsmönnum Stopp-hópsins, hann mun dæma á vegum NBA í sumar

Körfuknattleiksdómarinn Ísak Ernir Kristinssyni mun dæma í sumardeild NBA, Þá hefur Ísak einnig verið boðið ða taka þátt í Global Camp, sem eru æfingabúðir fyrir efnilega dómara.

Boðið er á vegum NBA deildarinnar og fer sumardeildin fram í Las Vegas. Ísak átti afar gott tímabil á Íslandi og dæmdi meðal annars bikarúrslitaleik karla og tvo leiki í úrslitaseríu KR og Grindavíkur.

Það er ljóst að þetta verður mikil reynsla fyrir Ísak að dæma á þessum stalli, þar sem ungir leikmenn í dyragætt NBA deildarinnar eru að spila, og fá leiðsögn frá dómaraforystu NBA deildarinnar en Ísak er á lista yfir framtíðar FIBA dómara Íslands. Það er ljóst að þessi reynsla mun að sjálfsögðu koma íslenskum körfubolta til góða enda hefur það aldrei gerst að NBA bjóði íslenskum dómara til sín á námskeið. Segir á vef KKÍ.

Ísak heldur út mánudaginn 3. júlí en námskeiðið hefst 5. júlí og stendur fram til 12. júlí. Þeir sem eru áhugasamir um að fylgjast með Ísak geta skoðað leikjaplanið hér en 24 lið úr NBA deildinni munu leika í Las Vegas þessa daga.

Það mikill heiður fyrir íslenskan körfubolta að slíkt boð skuli berast og KKÍ óskar Ísak alls hins besta í Las Vegas, segir á vef KKÍ.