Nýjast á Local Suðurnes

Grímuklæddir skemmdar-verkamenn rústuðu salerni á Paddy´s

Forsvarsmenn skemmtistaðarins Paddy´s við Hafnargötu lýstu á dögunum eftir vitnum að skemmdarverkum sem unnin voru á salernisaðstöðu skemmtistaðarins um liðna helgi. Lýst var eftir skemmdarvörgunum á Fésbókar-síðu staðarins og birtar myndir af salernisaðstöðunni í rúst.

Fljótlega kom þó í ljós að skemmdarvagarnir voru nær en margan grunaði þar sem grímuklæddir verkamenn höfðu hafið vinnu við endurbætur á húsnæðinu og partur af verkinu var að brjóta niður salernisaðstöðuna.

paddys skemmdir

 

paddys skemmdir2

 

paddys skemmdir3