Nýjast á Local Suðurnes

Körfuboltadómarar framtíðarinnar lærðu réttu tökin í Reykjanesbæ

Góð þátttaka var á dómaranámskeiði sem var haldið í Reykjanesbæ um liðna helgi. Alls voru 12 þátttakendur á námskeiðinu þar sem farið var í bóklega hluta námsins á laugardag og á sunnudag var svo tekið próf úr námsefninu og eftir það dæmdu þátttakendur leiki hjá 8. flokki drengja sem var á fjölliðamóti í Akurskóla í Njarðvík.

Kristinn Óskarsson, dómari og FIBA leiðbeinandi sá um kennslu en auk hans mættu þeir Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Aron Rúnarsson, Sveinn Björnsson, Friðrik Árnason og Birgir Hjörvarsson aðstoðuðu við námskeiðahaldið.