Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík/Njarðvík leika til úrslita á Íslandsmótinu í 2. flokki

Ari Steinn

Sameinað lið Keflavíkur og Njarðvíkur í 2. flokki í knattspyrnu mun leika úrslitaleikinn á Íslandsmótinu eftir 6-4 sigur á Fjölni á Nettó-vellinum í dag. Óðinn Jóhannsson og Guðmundur Ólafsson skoruðu tvö mörk hvor og Jón Ásgeirsson og Ari Steinn Guðmundsson sitt markið hvor.

Liðið leikur úrslitaleikinn gegn KA sem lögðu Stjörnuna/Skínandi 2-0. Leikur Keflavíkur/Njarðvíkur og KA fer fram á sunnudaginn kl. 14.