Nýjast á Local Suðurnes

Kostnaðarsamt að skreyta hverfin – Leggja áherslu á miðbæ og stofnæðar

Engar jólaskreytingar verða settar upp í hverfum Reykjanesbæjar í ár og er ástæðan kostnaður við uppsetningu og viðhald á skreytingum. Sveitarfélagið leggur þess í stað áherslu á að skreyta miðbæinn og stofnæðar bæjarins yfir hátíðirnar. Sami háttur hefur verið hafður á um nokkura ára skeið.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umræðum um þessi má í Fésbókarhópi íbúa á Suðurnesjum, en þar kemur einnig fram að undanfarin ár hafi verið lagðar rúmar sex milljónir króna í skreytingar fyrir jólin í sveitarfélaginu.