Nýjast á Local Suðurnes

Matarmynd Suðurnesjastúlku vekur heimsathygli

Veraldarvefurinn getur verið skemmtilegt tól, en notendurnir geta verið miskunarlausir komist þeir í tæri við fólk sem gerir minnstu mistök. Þetta á sérstaklega við þegar fólk birtir myndir sem mögulegt er að finna að, en því hefur ung stúlka af Suðrnesjum fengið að kynnast svo um munar.

Stúlkan, Unnur María Steinþórsdóttir, birti mynd á Instagram, sem er ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að netverjum fannst eitthvað bogið við mat stúlkunnar, sem brá sér út að snæða á veitingstaðnum Sketch í Lundúnum og þá er ekki að sökum að spyrja. Hundruð ummæla hafa verið rituð við myndina þar sem maturinn á mynd stúlkunnar lítur út fyrir að hafa verið unninn í myndvinnsluforriti frekar en í eldhúsi.

Mesta umræðan hefur farið fram á meðal félaga í hópnum Instagramreality á Reddid, en þar er ýmislegt þessu líkt af Instagram rætt í þaula af hundruðum notenda..

Einnig er rætt um myndina í hópnum Iceland á Reddit, en þar er farið mýkri höndum um umræðuefnið og meðal annars bent á að maturinn gæti litið út fyrir að vera unninn í myndvinnsluforriti, en í raun sé útlitið tilkomið vegna filtersins sem er notaður á myndina.

Færslan sem um ræðir – Mynd: Skjáskot / Instagram