Nýjast á Local Suðurnes

Gikkskjálftar við Reykjanestá

Uppúr klukkan fjögur í nótt hófst jarðskjálftahrina um 4 km norðvestur af Reykjanestá. Þar hafa nú mælst rúmlega 100 skjálftar, sá stærsti 3,7 að stærð klukkan 05:27.

Tilkynningar hafa borist frá Grindavík um að hann hafi fundist. Nokkrir yfir 3,0 að stærð hafa mælst í kjölfarið. Enginn órói fylgir virkninni. Líklegast er um að ræða svokallaða gikkskjálfta þar sem spenna er að losna út frá þrýstingi frá kvikuganginum sem myndast hefur við Fagradalsfjall, segir á vef Veðurstofunnar.