Nýjast á Local Suðurnes

Fluttur á bráðamóttöku Landspítala eftir vinnuslys

Vinnuslys varð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni þegar karlmaður féll úr sex metra hæð og lenti á steyptu undirlagi. Maðurinn var að vinna á vinnupalli í nýbyggingu í flugstöðinni þegar óhappið átti sér stað. Hann steig á gluggapóst sem lét undan þunga hans og féll hann fram fyrir sig.

Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á bráðamóttökuna á Landspítala. Ekki er vitað um líðan hans.