Nýjast á Local Suðurnes

Látinn eftir sjóslys utan við Njarðvíkurhöfn

Karlmaður á sjötugsaldri er látinn eftir að sportbátur sökk utan við Njarðvíkurhöfn í gærkvöldi. Tveir menn voru um borð í bátnum, samkvæmt tilkynningu lögreglu. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvernig líðan hins aðilans er.

Tilkynning lögreglu:

Annar aðili sjóslyssins í gærkvöldi utan Njarðvíkurhafnar, karlmaður á sjötugsaldri, er látinn. Hann var fluttur meðvitundarlaus af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir endurlífgunartilraunir.  Frekari endurlífgunaraðgerðir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn kl. 22:30 í gærkvöldi á Landspítalanum á Hringbraut.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur verið upplýst um slysið, en samkvæmt fyrstu upplýsingum lögreglu voru þeir tveir um borð á 5 metra sportbáti sem síðar sökk. Tildrög þess liggja ekki fyrir og er rannsókn málsins á frumstigi hjá lögreglu