sudurnes.net
Látinn eftir sjóslys utan við Njarðvíkurhöfn - Local Sudurnes
Karlmaður á sjötugsaldri er látinn eftir að sportbátur sökk utan við Njarðvíkurhöfn í gærkvöldi. Tveir menn voru um borð í bátnum, samkvæmt tilkynningu lögreglu. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvernig líðan hins aðilans er. Tilkynning lögreglu: Annar aðili sjóslyssins í gærkvöldi utan Njarðvíkurhafnar, karlmaður á sjötugsaldri, er látinn. Hann var fluttur meðvitundarlaus af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir endurlífgunartilraunir. Frekari endurlífgunaraðgerðir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn kl. 22:30 í gærkvöldi á Landspítalanum á Hringbraut. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur verið upplýst um slysið, en samkvæmt fyrstu upplýsingum lögreglu voru þeir tveir um borð á 5 metra sportbáti sem síðar sökk. Tildrög þess liggja ekki fyrir og er rannsókn málsins á frumstigi hjá lögreglu Meira frá SuðurnesjumMennirnir sem féllu í sjóinn ÍslendingarVilja setja upp verkferla vakni grunur um sölu eða neyslu fíkniefna í grunnskólumBjóða út byggingu fjögurra kílómetra göngustígsFluttur á bráðamóttöku Landspítala eftir vinnuslysSamband barna við foreldra og fjölskyldu hefur aukistHalda ráðstefnu um Heilsueflandi samfélag í ReykjanesbæLægðin fletti klæðningu af Nes­vegiBirta fyrstu myndirnar af gosinuLoka fyrir rafmagn í hluta KeflavíkurhverfisFjögurra tíma rafmagnsleysi á morgun