Nýjast á Local Suðurnes

Bonneau stigahæstur í fyrsta leik sínum með Svendborg

Stefan Bonneau átti fínan dag þegar Svend­borg Rabbits lögðu Stevns­ga­de Super­Men að velli, 98-73, í dönsku úr­vals­deild­inni í körfuknattleik í gær.

Þetta var fyrsti leikur Bonn­eau fyr­ir Svend­borg, eft­ir að hann yf­ir­gaf Njarðvík, og varð hann stiga­hæst­ur með 16 stig. Bonn­eau var með flotta skotnýtingu, en hann skoraði meðal annars þrjár þriggja stiga körfur í fjórum tilraunum.