Skattinn vantar upplýsingar – Þessi Suðurnesjafélög eru í hættu!

Skatturinn skorar í dag á eigendur 1.165 skráðra félaga um að skrá raunverulega eigendur félaganna. Verði það ekki gert á næstu tveimur vikum mun ríkisskattstjóri taka ákvörðun um að krefjast slita eða skipta á félögunum. Auglýsing þess efnis var birt í Lögbirtingarblaðinu í dag.
Um er að ræða mjög fjölbreyttan hóp félaga og eru nokkur þeirra af Suðurnesjum, þar á meðal Framsóknarfélag, Lionsklúbbur og björgunarsveit.
Hér fyrir neðan má sjá nokkur þeirra Suðurnesjafélaga sem koma fyrir á listanum frá Skattinum:
Framsóknarfélag Keflavíkur
Keilufélag Suðurnesja
J.C. Suðurnes
Lionsklúbbur Njarðvíkur
Knattspyrnudómarafélag Suðurnesja
Neytendafélag Suðurnesja
Skotveiðifélag Suðurnesja
Fjórhjólaklúbbur Reykjaness
Blúsfélag Suðurnesja
Sögufélag Suðurnesja
Iðnaðarmannafélag Suðurnesja