Nýjast á Local Suðurnes

Skattinn vantar upplýsingar – Þessi Suðurnesjafélög eru í hættu!

Skatt­ur­inn skor­ar í dag á eig­end­ur 1.165 skráðra fé­laga um að skrá raun­veru­lega eig­end­ur fé­lag­anna. Verði það ekki gert á næstu tveim­ur vik­um mun rík­is­skatt­stjóri taka ákvörðun um að krefjast slita eða skipta á fé­lög­un­um. Aug­lýs­ing þess efn­is var birt í Lög­birt­ing­ar­blaðinu í dag.

Um er að ræða mjög fjöl­breytt­an hóp fé­laga og eru nokkur þeirra af Suðurnesjum, þar á meðal Framsóknarfélag, Lionsklúbbur og björgunarsveit.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur þeirra Suðurnesjafélaga sem koma fyrir á listanum frá Skattinum:

Fram­sókn­ar­fé­lag Kefla­vík­ur

Keilu­fé­lag Suður­nesja

J.C. Suðurnes

Lionsklúbbur Njarðvíkur

Knatt­spyrnu­dóm­ara­fé­lag Suðurnesja

Neyt­enda­fé­lag Suður­nesja

Skot­veiðifé­lag Suður­nesja

Fjór­hjóla­klúbb­ur Reykja­ness

Blús­fé­lag Suður­nesja

Sögu­fé­lag Suður­nesja

Iðnaðarmanna­fé­lag Suður­nesja