Nýjast á Local Suðurnes

Rjúpur á rölti í garði í Innri-Njarðvík

Íbúi í Innri-Njarðvík sem varð var við hreyfingu í garðinum hjá varð nokkuð hissa þegar hún sá hvaða gestir voru þar á ferð, en um var að ræða rjúpur, sem alla jafna halda sig á heiðum eða í skógum landsins.

Rjúpur eru jurtaætur og nærast aðallega á laufblöðum, blómum, berjum, lyngi, fræjum, reklum, brumi og sprotum og eru búsvæði hennar aðallega lyngmóar, kjarrlendi, skógar og gróin hraun en hún getur leitað inn í garða að vetrarlagi, segir á Vísindavefnum.

Myndir: Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir