Nýjast á Local Suðurnes

Biðjast afsökunar eftir að hafa vísað blindum einstaklingi á dyr

Forsvarsmenn veitingastaðarins Langbest hafa beðist afsökunar á atviki sem átti sér stað á veitingastaðnum þegar blindum manni var meinaður aðgangur að staðnum vegna stefnu veitingastaðarins um að leyfa ekki gæludýr, en viðkomandi aðili hafði leiðsöguhund sinn með í för.

Forsvarsmenn Langbest bera fyrir sig vanþekkingu á lögum um leiðsöguhunda, í afsökunarbeiðni, sem birt var á Facebook.

Afsökunarbeiðnin hefur þó fengið misjöfn viðbrögð í kommentakerfi samfélagsmiðilsin hvar flestir eru á þeirri skoðun að það ætti að vera almenn vitneskja starfsmanna veitingahúsa að bundið sé í lög að leiðsöguhundar megi fylgja eigendum sínum á veitingastaði.