Nýjast á Local Suðurnes

Stal golfbúnaði og stakk upp í sig poka af kannabis

Brot­ist var inn í bif­reið sem stóð við Grinda­víkuraf­leggj­ara á föstu­dag­inn og úr henni stolið tveim­ur golf­sett­um, nokkr­um pör­um af íþrótta­skóm og fatnaði. Lög­regl­an á Suður­nesj­um hafði upp á manni sem grunaður var um græsku og viður­kenndi hann að hafa verið þar að verki.

Við hand­töku kom í ljós að hann var með kanna­bis­poka í vörsl­um sín­um. Við ör­ygg­is­leit á lög­reglu­stöð stakk hann svo öðrum poka upp í sig. Lög­regla skipaði hon­um að spýta pok­an­um út úr sér og varð hann við því, segir í tilkynningu frá lögreglu. Í þeim poka reynd­ist einnig vera meint kanna­bis.