Nýjast á Local Suðurnes

Jóhanna Margrét í íslenska landsliðið í hestaíþróttum

Jóhanna Margrét Snorradóttir hefur verið valin í íslenska landsliðið í hestaíþróttum se, keppir á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Herning í Danmörku dagana 3.-9. ágúst.

Hanna Magga og Stimpill frá Vatni munu keppa í flokki ungmenna í slaktaumatölti og fjórgangi. Mánamenn eru stoltir af Hönnu Möggu og það verður gaman að fylgjast með þessu glæsilega pari á mótinu, segir í tilkynningu á heimasíðu hestamannafélagsins Mána.