Framkvæmdir hafnar við sprungufyllingar
Í vikunni hófust framkvæmdir við sprungufyllingar á fimm stöðum í Grindavík, það er við Sjávarbraut, Eyjasundi, Víkurbraut, Verbraut og Víkurtúni. Áætlað er að framkvæmdunum ljúki í október.
Framkvæmdirnar eru hluti af aðgerðaáætlun um viðgerðir á götum, opnum svæðum og öðrum innviðum í Grindavík. Aðgerðirnar miða að því að tryggja virkni og öryggi innviða, þar á meðal á gatnakerfi, lögnum og opnum svæðum.
Á næstu dögum hefst vinna við að girða af óörugg svæði innanbæjar en áætlað er að lagðir verði 6,8 km af mannheldum girðingum. Gert er ráð fyrir að hægt sé að leggja 350 metra af girðingum á dag.
Mynd: Grindavíkurbær