Nýjast á Local Suðurnes

Ábending frá lögreglu til ferðalanga um verslunarmannahelgi

Nú er ein mesta ferðahelgi ársins að renna upp og viljum biðja alla þá sem huga á ferðarlög um helgina að fara varlega og huga að því að ökutæki og ferðavagnar séu í góðu lagi.  Almennt er þessi partur í lagi en gott er t.d. að ganga hringinn í kringum ækið og kanna með ljósbúnað og aðra öryggisþætti, segir í ábendingu frá lögreglunni á Suðurnesjum sem birt var á Facebook.

Þar segir ennfremur að ökutæki sem er með stóra eftirvagna þurfa t.d. að vera með framlengingar á hliðarspeglum.

Við verðum að sjálfsögðu með eftirlit með þessum hlutum á þessum helstu leiðum út úr bæjarfélögunum.

Fengum þessa ljósmynd senda frá vegfarenda sem tók þessa mynd á Grindavíkurvegi nú fyrir stuttu og birtum við hana hér til að sýna fram á hvernig á ekki að gera þetta.

Farið nú varlega öll og góða skemmtun um helgina, segir lögreglan á Facebook