Nýjast á Local Suðurnes

Undirskriftasöfnun vegna deiliskipulags lýkur í kvöld

Undirskriftasöfnun gegn deiliskipulagi vegna kísilvers Thorsil í Helguvík lýkur í kvöld. Söfnunin hófst í byrjun júlí á vefnum island.is og stendur yfir þar til á miðnætti í kvöld en auk þess að safna á netinu er gengið í hús og safnað undirskriftum.

Hópurinn sem stendur að söfnuninni hvetur fólk sem vill taka þátt til að hafa samband og bjóða fram aðstoð en eftirfarandi tilkynning er á Facebooksíðu hópsins:

Undirskriftasöfnuninni lýkur á fimmtudaginn og þangað til er öll hjálp vel þegin. Ef einhverjir hafa áhuga á að taka smá rölt og ganga í hús þá endilega hafið samband við okkur með því að senda okkur skilaboð á síðunni.