Rannveig og Anna leiða Hugleiðsluhádegi alla mánudaga í vetur

Alla mánudaga í vetur frá klukkan 12:15 – 12:30 verður boðið upp á Hugleiðsluhádegi í Bókasafni Reykjanesbæjar. Hugleiðsluhádegin fara fram á neðri hæð safnsins í vinnuherbergi sem nefnist Búrið. Þátttakendur þurfa ekkert að taka með sér en pullur og stólar verða á staðnum.
Tímarnir verða ýmist leiddir af Rannveigu Lilju Garðarsdóttur eða Önnu Margréti Ólafsdóttur sem báðar eru menntaðir jógakennarar.
Ávinningur hugleiðslu er mikill en sannað þykir að hugleiðsla geti meðal annars:
- dregið úr stressi
- dregið úr verkjum
- aukið hamingjutilfinningu
- dregið úr þunglyndi
- aukið samkennd
- aukið einbeitingu og úthald
- bætt minni
Tímarnir eru öllum að kostnaðarlausu og það þarf ekki að taka langan tíma til að kyrra hugann og næra hann með orku fyrir daginn. Allir hjartanlega velkomnir