Nýjast á Local Suðurnes

Ljósanótt: Morgunverðarhlaðborð Kkd. Keflavíkur í fyrramálið

Morgunverðarhlaðborð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur orðið að árlegum viðburði á Ljósanótt og í ár verður engin undantekning. Hlaðborðið verður í TM – höllinni laugardaginn 5. september á milli klukkan 10 og 13.

Á boðstólum verður meðal annars egg, bacon, pylsur, rauðar baunir, vöfflur, brauð og álegg ásamt glæsilegu ávaxtaborði.

Tilvalið fyrir alla gesti Ljósanætur, bæði heimamenn sem og gesti, að kíkja við fyrir árgangagöngu og fá sér morgunmat og kaffi.

Verð eru:
5 ára og yngri = frítt
6 – 12 ára = 750 kr.
13 ára og eldri = 1.500 kr.

karfan keflavik morgunverdarhladbord

Körfuknattleiksdeild Keflvíkur býður uppá árlegt hlaðborð í tengsum við Ljósanótt á laugardaginn og er hægt að mæta í TM-höllina frá kl. 10