Nýjast á Local Suðurnes

Vilja að morð verði framið í einu af orkuverum HS Orku

Glæpasagnahöfundinn Yrsa Sigurðardóttir hefur ítrekað fengið beiðnir frá HS Orku um að notast við orkuver fyrirtækisins í sögum sínum, en fyrirtækið hefur beðið höfundinn að „myrða einhvern“ í einhverju af orkuverum fyrirtækisins. Yrsa er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur heims og bækur hennar seljast vel um allan heim, og gæti því verið um góða auglýsingu að ræða fyrir fyrirtækið.

Þetta er meðal þess kom fram í þættinum The Arts Hour á BBC World Service sem sendi út frá Tjarnarbíó í Reykjavík. Hægt er að hlusta á þáttinn hér og hefst viðtalið við Yrsu á um 30. mínútu.