Nýjast á Local Suðurnes

Sara Rún best þegar Leicester varð breskur bikarmeistari

Mynd: Breska körfuknattleikssambandið

Keflvíska körfuknatt­leiks­kon­an Sara Rún Hinriks­dótt­ir varð bresk­ur bikar­meist­ari í gær þegar Leicester Ri­ders vann  sig­ur á Dur­ham Palat­ina­tes í Emira­tes-Ar­ena í Glasgow, 70-66.

Sara Rún átti sannkallaðan stór­leik, var stiga­hæst með 23 stig, tók sjö frá­köst og gaf eina stoðsend­ingu. Eftir frammistöðuna í leiknum var hún valinn besti leikmaður úr­slita­leiks­ins.