Sara Rún best þegar Leicester varð breskur bikarmeistari
Keflvíska körfuknattleikskonan Sara Rún Hinriksdóttir varð breskur bikarmeistari í gær þegar Leicester Riders vann sigur á Durham Palatinates í Emirates-Arena í Glasgow, 70-66.
Sara Rún átti sannkallaðan stórleik, var stigahæst með 23 stig, tók sjö fráköst og gaf eina stoðsendingu. Eftir frammistöðuna í leiknum var hún valinn besti leikmaður úrslitaleiksins.