Nýjast á Local Suðurnes

Breytingar á Heilsugæsluvakt HSS um helgar

Heilsugæsluvakt HSS er opin frá kl 10-15 um helgar og á helgidögum á meðan ráðstafanir vegna COVID-19 eru í gangi og er fólk beðið um að hringja á undan sér í síma 422-0500, en þar fær fólk samband við heilbrigðisstarfsfólk sem metur hvort hægt sé að leysa erindið í gegnum síma, annars er fólk boðað í komu.

Þeir sem koma án þess að hringja á undan sér eru metin við innganginn í heilsugæsluna. Með þessum hætti leggjum við okkur fram um að koma í veg fyrir hugsanleg smit í húsnæði HSS og bæta þjónustu fyrir þá sem þurfa nustu.

Athugið að neyðarvakt á Slysa- og bráðamóttöku HSS er opin allan sólarhringinn.

Fólk er hvatt til að fylgja HSS á Facebook til að fá fréttir og tilkynningar um þjónustu vegna COVID-19 faraldursins.