Nýjast á Local Suðurnes

Grindvískir sjóarar ekki kórónuveirusmitaðir

Togarajómenn á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255 eru ekki smitaðir af kórónaveirunni eins og grunur lék á, en fjórir skipverjar voru skimaðir í Vestmannaeyjum í morgun og sættu einangrun. Aðrir skipverjar, 17 talsins sættu svokallaðri biðkví um borð í togaranum.

Greint er frá niðurstöðunum á Fésbókarsíðu togarans.