Björgunarsveitir að störfum á Suðurnesjum – Vara við vindi á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Suðurnesjum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Einkum er um fok á lausamunum að ræða, að sögn lögreglu á Suðurnesjum. Í Grindavík og Reykjanesbæ hafa þakplötur fokið af húsum.
Þá varar lögregla vegfarendur við færð á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut þar sem mikill vindur getur valdið ökumönnum vandræðum.