Nýjast á Local Suðurnes

Skemmdarverk unnin á strætó – “Virkilega sorglegt”

Miklar skemmdir hafa undanfarið verið unnar á innanstokksmunum strætó í Reykjanesbæ og segir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri umhverfssviðs sveitarfélagsins þetta vera virkilega sorglegt í færslu sem hann skrifar í Facebook-hópinn Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri.

Guðlaugur birtir myndband með færslunni, en þar má sjá að miklar skemmdir hafa verið unnar á nánast öllum sætum í einni bifreiðinni.