Nýjast á Local Suðurnes

Lengja opnunartíma Sundmiðstöðvarinnar yfir sumartímann

Ákveðið hefur verið að lengja opnunartíma Sundmiðstöðvarinnar í Reykjanesbæ yfir sumartímann, ákvörðun um þetta var tekin á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs sveitarfélagsins í dag.

Töluverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlunum undanfarið um að lengja þyrfti opnuntartímann og var til að mynda sett af stað undirskriftasöfnun um málið. Þar er þess farið á leit að opnunartíminn verði lengdur til klukkan 22 alla daga og að það verði gert sem fyrst svo sjá megi hvernig notkunin er að vetrarlagi.

Opið verður til kl. 22.00 mánu- til fimmtudaga og til kl 20.00 á föstudögum. Um helgar þurfa gestir að hafa yfirgefið Sundmiðstöðina kl 18.00.