Nýjast á Local Suðurnes

Tjón á sjóvarnargörðum nemur tugum milljóna króna

Viðgerð á sjóvarnargörðum í Reykjanesbæ vegna óveðurs sem gekk yfir landið í febrúar mun að öllum líkindum kosta á bilinu 20-30 milljónir króna. Sjóvarnargarður gaf sig meðal annars á löngum kafla við Ægisgötu og gríðarstórir grjóthnullungar gengu á land.

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs sagði í samtali við Suðurnes.net að gróft mat á skemmdunum væri á bilinu 20 – 30 milljónir króna en hann kynnti tvær matsskýrslur sem unnar voru vegna skemmdanna fyrir bæjarráði á síðasta fundi þess. Guðlaugur sagði að næstu skref væru að ræða við Vegagerðina og fleiri aðila um viðgerðir á varnargörðunum.