Nýjast á Local Suðurnes

Stefna á að hefja úthlutun lóða í Dalshverfi 3 í haust

Jarðvinna við Dalshverfi 3, nýtt hverfi í Innri-Njarðvík, er í fullum gangi um þessar mundir, en hverfið er skipulagt undir 300 íbúðir.

Gert er ráð fyrir að hefja úthlutun á lóðum í fyrsta áfanga hverfisins í seinni hluta októbermánaðar eða í byrjun nóvember að sögn Guðlaugs Helga Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar, í svari við fyrirspurn sudurnes.net.

Hverfið er að langmestu leiti skipulagt undir fjölbýlishús, en einungis er gert ráð fyrir fimm lóðum undir einbýlishús.