Nýjast á Local Suðurnes

Fjölga bílstjórum hjá vefverslun og sótthreinsa innkaupakerrur

Verslun Nettó við Krossmóa

Starfs­fólki í af­greiðslu net­versl­un­ar­ Nettó hef­ur verið fjölgað og verið er að skoða leiðir til að fjölga bíl­stjór­um í sam­starfi við veffyrirtækið Aha, sem sér um að aka vör­un­um heim til viðskipta­vina.

Mikil aukning hefur orðið á pöntunum í gegnum netverslun fyrirtækisins undanfarið sem að hluta má rekja til Covid 19, en fólki í sóttkví er ráðlagt af Landlæknisembættinu að nota heimsendingarþjónustu sé þess kostur.

Þá reynir starfs­fólk Samkaupa, sem rekur Nettó og fleiri verslanir um land allt af fremsta megni að sótt­hreinsa inn­kaupa­kerr­ur, kassa og önn­ur svæði í verslunum fyrirtækisins auk þess sem komið hefur verið upp sprittaðstöðu fyr­ir viðskipta­vini, seg­ir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem birt hefur verið í fjölmiðlum.