Nýjast á Local Suðurnes

Styrkja körfuboltann um 15 milljónir

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að styrkja körfuknattleiksdeildir Njarðvíkur og Keflavíkur um 15 milljónir króna.

Styrkurinn er sérstaklega veittur vegna ástandsins í kringum Covid 19, en félögin hafa orðið af miklum tekjum vegna þess. Aðalstjórn Keflavíkur fær um kr. 7.500.000 og aðalstjórn Njarðvíkur fær um kr. 7.500.000.