Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar hefja leik í Pepsí-deildinni á heimavelli gegn Stjörnunni

Búið að er draga í töfluröð fyr­ir Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu. Gert er ráð fyr­ir að fyrsta um­ferð fari fram þann 30. apríl og lokaum­ferðin þann 30. sept­em­ber. Alls er keppn­is­tíma­bilið því fimm mánuðir.

Nýliðar Grindavíkur hefja leik á heimavelli gegn Stjörnunni, Íslands­meist­ar­ar FH hefja titil­vörn­ina á Akra­nesi og mæta þar ÍA. Val­ur fær Vík­ing frá Ólafs­vík í heim­sókn fyrstu um­ferð, KR fær Vík­ing R. í Frosta­skjól, ÍBV byrj­ar heima gegn Fjölni og Breiðablik fær nýliða KA í Kópa­vog­inn

Í lokaum­ferðinni er gert ráð fyr­ir viður­eign­um KR og Stjörn­unn­ar ann­ars veg­ar og FH og Breiðabliks hins veg­ar. Töfluröðina í heild sinni má sjá HÉR.