Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingum spáð Pepsí-deildarsæti – Grindvíkingum spáð falli

Í há­deg­inu var kunn­gerð spá þjálf­ara, fyr­irliða og forráðamanna liðanna í Inkasso-deildinni en mótið  hefst á morgun. Gangi spá­in eft­ir leika Kefla­vík og Fylk­ir í úr­vals­deild­inni á næstu leiktíð en það kem­ur í hlut Leikn­is frá Fá­skrúðsfirði og Gróttu að falla úr deild­inni.

Deild­in hefst annað kvöld með þrem­ur leikj­um. Leikn­ir R. tek­ur á móti Kefla­vík, HK og Fram eig­ast við í Kórn­um og á Sel­fossi leika heima­menn á móti nýliðum ÍR.

Spá­in:

1.  Fylk­ir 398

2. Kefla­vík 394

3. Þrótt­ur 352

4. Þór 288

5. Sel­foss 278

6. Leikn­ir R 246

7. Fram 231

8. Hauk­ar 215

9. HK 158

10. ÍR 118

11. Leikn­ir F 78

12. Grótta 52

Þá var á dögunum einnig birt spá þjálfara, fyrirliða og formanna félaga sem leika í Pepsídeildinni, þar er Grindvíkingum spáð falli, en niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

Spá­in:

1. FH – 399 stig
2. KR – 379 stig
3. Val­ur – 375 stig
4. Stjarn­an – 320 stig
5. Breiðablik – 295 stig
6. Fjöln­ir – 228 stig
7. KA – 197 stig
8. Vík­ing­ur R. – 192 stig
9. ÍBV – 144 stig
10. ÍA – 110 stig
11. Grinda­vík – 103 stig
12. Vík­ing­ur Ó. – 66 stig