Nýjast á Local Suðurnes

Sérsveitin handtók árásarmann í Reykjanesbæ

Maður sem kvaðst hafa verið stunginn með hnífi gekk blóðugur inn á lögreglustöðina í Keflavík seinni partinn í dag.

Lögreglan segir manninn ekki hafa verið lífshættulega særðan og að líðan hans sé eftir atvikum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að lögreglumenn og sérsveitarmenn hafi handtekið árásarmanninn og að málið sé í rannsókn.