Nýjast á Local Suðurnes

Göngutúr Sigvalda skilaði tveimur milljónum króna til Umhyggju

Umhyggjuganga Sigvalda Arnar Lárussonar, sem gekk sem kunnugt er frá Keflavík til Hofsóss í sumar skilar Umhyggju, félagi til styrktar langveikum börnum 2.017.000 krónum, en söfununin var gerð upp í gær.

Sigvaldi segir á Facebook-síðu verkefnisins að upphæðin verði afhent Umhyggju strax eftir helgi:

Í gærkvöldi bauð ég fólki sem aðstoðaði mig við gönguna og öðrum sem studdu mig á einhvern hátt til smá uppskeruhátíðar. Í ljós kom að mig vantaði aðeins nokkra þúsundkalla til að ná upp í svakalega flotta upphæð. Ekki var að spyrja að viðtökunum hjá þessu flotta fólki. Það tók sirka 1 mínútu að safna þessum þusundköllum og get ég nú glaður sagt frá því að ég náði að safna 2.017.000.-

Ég mun afhenda Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum þessa upphæð nú eftir helgina og verður þetta klárlega reikningur sem ég borga með bros á vör.
Takk kærlega fyrir allt saman.