Nýjast á Local Suðurnes

Þriggja leitað á gönguleiðinni að Litla hrút

Björgunarsveitirnar Þorbjörn og Skyggnir voru kallaðar út fyrr í kvöld til leitar að þremur örmagna göngumönnum rétt vestan við Kistufell, á gönguleiðinni að Litla Hrút.

Voru mennirnir, sem voru á leiðinni að gosstöðvum síðasta sumars orðnir mjög kaldir og illa haldnir enda snarvitlaust veður á svæðinu, mikil úrkoma og mikil þoka. Vegna veðurs og leysinga á svæðinu var ákveðið að sækja á leitarsvæðið úr nokkrum áttum, bæði á jeppum og buggy bílum.

Myndin er tekin í útkallinu og sýna krefjandi aðstæður á svæðinu. Nú er unnið að því að koma fólkinu til byggða aftur.