Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjahjón minnka við sig í Play

Eignarhaldsfélagið Kóngsbakki, sem er í eigu hjónanna Gunnars Örlygssonar og Guðrúnar Hildar Jóhannsdóttur, seldi 0,73% hlut í flugfélaginu Play í síðasta mánuði og fer nú með 1,28% hlut. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins, VB.is.

Miðað við meðalgengi Play í síðasta mánuði má ætla að Kóngsbakki hafi selt bréf í flugfélaginu fyrir tæplega 127 milljónir króna. Eftirstandandi 1,3% hlutur Kóngsbakka í Play er um 217 milljónir að markaðsvirði, segir í fréttinni. 

Kóngsbakki stækkaði hlut sinn í Play í febrúarmánuði og komst þá á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa flugfélagsins með um 2% hlut.

Gunnar og Guðrún seldu sjávarafurðafyrirtækin IceMar í Keflavík og AG seafood í Sandgerði síðasta haust til bandaríska fyrirtækisins Sealaska. Gunnar stýrir fyrirtækjunum tveimur áfram.