Nýjast á Local Suðurnes

Viðbragðsáætlun vegna kórónaveirunnar virkjuð á Keflavíkurflugvelli

Viðbragðsáætlanir um sóttvarnir á alþjóðaflugvöllum hafa verið virkjaðar á Keflavíkurflugvelli vegna aukinnar útbreiðslu hinnar nýju kórónaveiru víða um heim.

Þetta kemur fram á vef RÚV. Á heimasíðu landlæknis kemur fram að aðgerðir á Keflavíkurflugvelli miða að því að greina sýkta og hugsanlega smitaða einstaklinga. Farþegar á Keflavíkurflugvelli sem koma til landsins munu fá skilaboð þess eðlis að ef þeir eru með merki um öndunarfærasýkingu og hafa verið í Wuhan Kína á undangengnum 14 dögum eða hafa verið í samgangi við einstaklinga með grunaða eða staðfesta sýkingu, þá þurfi að gera á þeim læknisfræðilegt mat á Keflavíkurflugvelli. Framhald aðgerða ræðst af læknisfræðilegu mati en einangrun mun koma til greina.