Nýjast á Local Suðurnes

Stöðvaður við eftirlit á Reykjanesbraut og kærður fyrir brot á vopnalögum

Ökumaður sem lögregla stöðvaði við umferðareftirlit á Reykjanesbraut í gær var kærður fyrir brot á vopnalögum auk þess sem viðkomandi má búast við kæru fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Um 350 ökumenn voru stöðvaðir á Reykjanesbraut í gærmorgun og af þeim sökum urðu töluverðar tafir á umferð. Meirihluti ökumanna var með allt sitt á tæru, en auk þess sem að ofan greinir var einum ökumanni gert að hætta akstri sökum áfengisneyslu og einn ökumaður var með falsað ökuskírteini.