Nýjast á Local Suðurnes

Fagnaði þjóðhátíðardeginum með holu í höggi

Georg Hannah notaði þjóðhátíðardaginn vel, en Georg sem hefur lagt stund á golf frá árinu 1970, notaði daginn til að ná draumahögginu í golfi, en hann fagnaði þjóðhátíðardegi Íslendinga með því að fara holu í höggi.

Þetta er í fyrsta sinn á 46 ára golfferli sem kappinn nær draumahögginu, en Georg sló draumahöggið á áttundu braut Hólmsvallar í Leiru.

GeorgHannah golf

Mynd: GS